144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[14:59]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Hér talar hv. þingmaður um lýðræði og að greiða atkvæði. Hvað ætli hv. þingmaður hafi komið hér oft í ræðustól á síðasta þingi til að koma í veg fyrir að tillagan kæmi til atkvæðagreiðslu? (Gripið fram í.) Hvað ætli hv. þingmaður hafi gert það oft? (Gripið fram í.) Hvað ætli hann hafi tekið mikinn þátt í málþófinu sem hér fór fram? (Forseti hringir.) Við skulum bara telja það. (Forseti hringir.)