144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

dagskrá þingsins.

[15:48]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Hér kemur hver hv. þingmaður á fætur öðrum í ræðustól og talar um að það verði að fresta málinu vegna lagalegrar óvissu. Það er búið að eyða lagalegri óvissu með úrskurði forseta. (Gripið fram í: Nei.) Hún er bara algjörlega úti. Meðferð málsins hér, (Gripið fram í: Nei.) (GStein: … úrskurð.) hver hefur úrskurðarvald um meðferð málsins fyrir þinginu? Er það ekki forseti Alþingis? (BjG: … úrskurðarvald … óvissu.) (HHj: … í þinginu.) Nei.

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð í þingsalnum.)

Þetta er ótrúleg umræða. Við getum alveg haft hvaða skoðun sem er á því, en einhvern veginn eyða menn lagalegri óvissu um meðferð mála á þinginu. Það er með úrskurði. Þar ræður enginn annar yfir þessu en forseti. Um hvað eru menn eiginlega að tala? (Gripið fram í: Um fundarstjórn forseta.) Já, en forsetinn er búinn að kveða upp úrskurð. (Gripið fram í: Pólitískan.) Nei, þú ert að byggja á sáttum. Þetta er svipað og þegar niðurstaða kemur hjá dómstólum, ef menn eru ekki sáttir eiga menn bara að hætta við af því að það er einhver óvissa af því að einhver annar er á annarri skoðun en dómstólarnir. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) Hér erum við komnir í algjört (Forseti hringir.) öngþveiti og vitleysu (Gripið fram í.) en mín vegna megið þið halda áfram í þessu fram eftir sumri. [Háreysti í þingsal.]