145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[19:16]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar til að spyrjast fregna hvort eitthvað hafi heyrst frá okkar ágæta heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni. Það hefur margoft verið óskað eftir því að hann kæmi til þessarar umræðu, léti svo lítið að eiga orðastað við okkur. Við höfum gert rækilega grein fyrir því hvað það er sem við viljum ræða við hæstv. ráðherra. Þessi ósk var sett fram við byrjun umræðunnar, bæði í vikunni sem leið og núna í dag, og óskin hefur verið ítrekuð nokkrum sinnum en ekkert hefur heyrst frá ráðherranum. Hefur hann látið svo lítið að svara þinginu?