145. löggjafarþing — 22. fundur,  19. okt. 2015.

háskólarnir í Norðvesturkjördæmi.

201. mál
[17:01]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Þegar ég sá þetta mál á dagskrá þá brá ég mér í statistíkina og fann það út að í Þýskalandi eru 75 háskólar fyrir 80 milljónir manna, í Danmörku eru sennilega 33 háskólar fyrir 5,6 milljónir manna, í Bretlandi eru 127 háskólar fyrir 65 milljónir manna.

Í Norðvesturkjördæmi búa 30 þús. manns og þar eru þrír háskólar. Þetta verða allt örstofnanir, örháskólar, og getur þetta gengið? Það eru tveir háskólar, landbúnaðarháskólar, þarna og landbúnaður er um það bil 1% af landsframleiðslu. Ég fór einhvern tímann í gegnum fjárveitingar til þessara skóla og þær eru um það bil helmingurinn af því sem þessar stofnanir leggja til landsframleiðslu. Getur þetta nokkurn tímann orðið nokkur skapaður hlutur?

Verða menn ekki að fara að viðurkenna að þessar stofnanir, sem eru kannski stórvaxnar rannsóknastofnanir á íslenskan mælikvarða, verði stórvaxnar rannsóknastofnanir, að það verði unnið út frá því?

Virðulegi forseti. Ég hef lokið máli mínu. (Gripið fram í: Með glæsibrag.)