145. löggjafarþing — 44. fundur,  30. nóv. 2015.

peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

139. mál
[17:28]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vonandi skiptir þetta ekki miklu máli. En þetta skiptir því máli að við erum með sameiginlegan innri markað þar sem langflest þessara landa eru með evru í sinni löggjöf. Það sem skiptir máli er að lögeyrir kemur þessu máli nákvæmlega ekkert við. Við erum að tala um fjárhæðarmörk og þau eru tilgreind í þeirri einingu sem heitir evra. Það kann að gerast og hefur verið raunin að fjárhæðarmörk í krónum hafa því miður ekki haldið. En það er annar handleggur. Það getur vel verið að það verði sérstök vertíð hér á þingi framtíðarinnar að leiðrétta fjárhæðarmörk vegna sérvisku hv. þingmanns. (Gripið fram í.) — Er ég með orðið eða hv. þingmaður? Það getur vel verið að það verði á vertíðum hér á þingi í framtíðinni að menn taki sérstakan mánuð í það að fara í gegnum fjárhæðarmörk þannig að staðið verði við þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist. En ég held ég hafi komið sjónarmiðum mínum á framfæri. Ég þakka fyrir gott hljóð að öðru leyti.