145. löggjafarþing — 88. fundur,  15. mars 2016.

dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna.

26. mál
[14:34]
Horfa

Elín Hirst (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Já, ég tek svo sannarlega undir það og kveðjur til hv. þm. Páls Vals Björnssonar um mikilvægi þessa máls.

Frá og með þessum degi hefur verið ákveðið á Alþingi að dagur verði helgaður fræðslu barna um mannréttindi sín. Þetta er mjög sögulegt vegna þess að þetta er fyrsta mál þverpólitísks hóps um málefni barna og ungmenna, sem hefur verið starfræktur á Alþingi um eins árs skeið, sem fer í gegn á þessu þingi.

Ég óska Páli Val og öðrum í þessum hópi sérstaklega til hamingju með þetta og tel þetta líka upphafið að því að Alþingi láti málefni barna og ungmenna í þessu landi til sín taka sérstaklega vel og mynduglega.