145. löggjafarþing — 132. fundur,  15. ág. 2016.

læsisátak.

771. mál
[17:20]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Ég get alveg tekið undir það með hæstv. ráðherra að það er auðvitað ekki gott ef börn koma ólæs úr grunnskólum landsins. En ég er mjög gagnrýnin á þetta átak og þær 600–700 milljónir sem veita á í það átak á fimm árum, bara aðferðafræðina. Ef það er raunverulega þannig að lestrarkennslu sé svo ábótavant í skólum að börn koma varla læs upp úr grunnskólanum þá hlýtur að þurfa kerfisbreytingar til. Það hlýtur að þurfa að skoða kennaranámið eða fara í miklu róttækari aðgerðir en að ráða læsisráðgjafa sem eiga að fara í skólana og segja kennurum sem hafa sitt kennaranám að baki hvernig þeir eigi að fara að. Ég sá þá aðgerðaáætlun sem fyrir lá. Ég verð að segja eins og er að mér fannst hún ekki trúverðug. Ég hef áhyggjur af því að þeim peningum sé ekki vel varið.

Ég tek undir með ráðherra að auðvitað skiptir máli að börnin komi læs úr skólunum, en ég hef áhyggjur af því að við séum með þessari aðgerð (Forseti hringir.) að sóa peningum og að við fáum ekki það fyrir sem ráðherra væntir.