145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

skýrsla um seinni einkavæðingu bankanna.

[14:16]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Vegna þess að hv. 4. þm. Suðvesturkjördæmis, Árni Páll Árnason, beindi tilteknum orðum til forseta varðandi þetta mál vill forseti fyrst og fremst vísa til ákvæða 26. gr. þingskapalaga þar sem kveðið er á um mjög rúmar heimildir nefna til þess að fjalla um mál sem heyra undir þeirra málefnasvið jafnvel þótt þingið hafi ekki vísað þeim sérstaklega til viðkomandi nefndar. Þess vegna er almenna reglan sú að nefndir eru ákaflega sjálfstæðar í starfi sínu og ekki eðlilegt að forseti hafi afskipti af störfum nefnda nema sérstakt tilefni sé til. Forseti lítur ekki þannig á að eðlilegt hefði verið af hans hálfu að hlutast til um verklag meiri hluta fjárlaganefndar í þessu tiltekna máli.