145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:26]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Það er alveg rétt sem fram kemur í máli hæstv. forseta að þær forsendur sem menn gáfu sér í síðustu viku hafa ekki staðist og menn þurfa að takast á við nýjan veruleika. Það er alveg rétt. Þá þurfa menn að setjast niður og ákveða hvernig það er gert. Það er ekki rökrétt niðurstaða að ákveða þá að fara austur á land, að skilja þingið hér eftir í óvissu og óreiðu og óstjórn og draga þá ályktun að þetta bjargi sér einhvern veginn, að fara bara í kosningaferðalag og halda að það verði bara látið óátalið og muni verða til þess að hér falli allt í ljúfa löð. Það er nákvæmlega sama kæruleysi og sömu lausatök í þeirri framkomu og einkennt hefur alla stjórnartíð núverandi stjórnarflokka. Þó að hæstv. forseti (Forseti hringir.) segi að hann sé búinn að vera að beita sér fyrir því að ná lendingu (Forseti hringir.) í málinu er augljóst að hann þarf að beita sér betur.