145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:13]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Samtöl eru til mikils. Það skipti máli ef ríkisstjórnin og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar mundu gefa sér tíma eða væru búnir að undirbúa sig. Þegar maður mætir á fundi með þeim ágætu og hæstv. herramönnum eru þeir aldrei búnir að undirbúa sig neitt fyrir þá. Það liggur ekki fyrir nein áætlun um hvað gera eigi til þess að ná utan um þinglok. Það var nú líka þannig í gær. Ég hygg að það sé svo, eins og maður heyrir talað um í samfélaginu, að ástæða þess að við höfum ekki enn heyrt í forustumönnum ríkisstjórnarinnar sé að þeir tala ekki saman. Þeir voru í það minnsta ekki búnir að undirbúa sig saman fyrir fundinn í gær og það hlýtur að vera ein ástæðan fyrir því að enn hefur ekki verið boðað til fundar með formönnum flokkanna að nýju.