145. löggjafarþing — 172. fundur,  13. okt. 2016.

kveðjuorð.

[12:30]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég stend í sömu sporum og hv. þingmaður hér á síðasta fundi, síðasta mál sem ég er reyndar mjög ánægður með að skuli vera síðasta málið en það snýr að því að fagna hér aldarafmæli. Ég hlakka til þess og hlakka til að njóta þess með ykkur. Ég vil nota tækifærið og færa forseta sérstaklega þakkir mínar fyrir samstarfið og hv. þingmönnum öllum fyrir samstarfið og ánægjulega tíð og óska þeim hv. þingmönnum sem hér munu starfa á næsta þingi, fái þeir kosningu til, alls hins besta í mikilvægum störfum fyrir land og þjóð. Þakka ykkur kærlega fyrir.