146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

áfengisfrumvarp.

160. mál
[17:16]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur fyrir að vekja máls á þessu mikilvæga efni sem við höfum rætt mikið í þessum sal.

Sjónarmið verslunar og heildsölu liggja alveg fyrir. Við þekkjum þau, en það eru sífellt að koma fram fleiri sjónarmið og betri og dýpri upplýsingar sem mæla gegn þessu máli. Síðast um helgina var ágætisviðtal við yfirlækni á Vogi, Valgerði Rúnarsdóttur, sem er sérfræðingur á þessu sviði.

Nú stöndum við frammi fyrir því að það er að koma holskefla af fólki 55 ára og eldra sem glímir við alvarlegan áfengisvanda. Það vandamál hefur ekki verið áberandi, það hefur verið inni á heimilunum og af því stafar mikil vá. Þar er stórt og mikið verkefni fyrir höndum og ég hvet okkur öll til að hlusta á sérfræðingana og fólkið sem hefur þekkinguna. Mig langar að koma því fram að ég hefði viljað sjá skýrari afstöðu hæstv. heilbrigðisráðherra í þessu máli.