148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[18:22]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Kærar þakkir, hv. þingmaður. Já, það er rétt, það vantar fjármagn. Það vantar fjármagn strax.

Það er í rauninni mjög mikill vilji til verka hjá þeim sérfræðingum og þeim aðilum sem vinna í þessum málaflokki. Þess vegna segi ég nákvæmlega þetta núna: Nú vinnur ríkisstjórnin að fimm ára fjárhagsáætlun. Við fáum að líta hana augum í lok mars. Ég ætla svo sannarlega að vona að þar fáum við að sjá vilja til verksins þannig að við tökum virkilega saman höndum og séum tilbúin til, hvað sem það kostar í krónum, að bjarga fólkinu okkar.