148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

atkvæðagreiðsla um breytingartillögur.

[15:14]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að fara að standa í rökræðum við hæstv. forseta um þetta mál en ég ítreka að mér þykir þessi málsmeðferð ekki eins og hún hefði átt að vera. Mér finnst þetta fátækleg skýring og mun óska eftir því á næsta fundi forsætisnefndar að fram komi skrifleg skýring og álit á því hvort þetta hafi verið rétt og í samræmi við lög um þingsköp. Mér þykir heldur fátækleg skýring að hér séu breytingartillögur í númeraröð, svo eigi menn að gera sér grein fyrir því hvort þeir felli eða styðji.

Það getur vel verið að hugur manna til breytingartillögu á þskj. 565 hefði verið með öðrum hætti ef hún hefði verið borin upp á eftir þeirri sem er nr. 566. Ég er ekkert viss um að við höfum endilega fengið rétta niðurstöðu í þessu máli hér í dag og það er miður.