149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

erfðafjárskattur.

10. mál
[17:57]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætlaði að beina þeirri fyrirspurn til flutningsmanns þessa frumvarps hvort það hefði ekki verið kostnaðargreint hvað þessi lækkun kæmi til með að kosta ríkissjóð í minnkandi tekjum af erfðafjárskatti, sem hann upplýsti okkur um að væru á þessu ári 4,4 milljarðar, hvort það hefði ekki verið greint eða hvort hann gerði sér enga hugmynd um það hversu mikið þessi fjárhæð myndi lækka af völdum þessara lagabreytinga sem hann ber hér upp.

Ég vann nú við það einu sinni að vera í innheimtu á þessum skatti í mörg ár og mér finnst eins og langflest af þeim dánarbúum sem koma til meðferðar séu undir þessari fjárhæð, 75 milljónum. Þau sem eru þar yfir eru þá hugsanlega töluvert langt yfir, yfirleitt.