149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

Jafnréttissjóður Íslands.

570. mál
[15:02]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Þessi tillaga breytir skipulagi Jafnréttissjóðs og færir það til betri vegar. Hún felur í sér viðbrögð við #metoo þar sem rannsóknarefnum tengdum kynferðislegri áreitni er bætt við þau verkefni sem sjóðurinn styrkir. Ég kem bara hingað upp til að fagna því að það eigi að styrkja rannsóknir á þessu sviði og lýsi yfir ánægju með að nefndin mælist til þess að sjóðurinn haldi áfram að starfa eftir að upprunalegri áætlun um fimm ára starfstíma er lokið.