149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:18]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Bara svo allir séu upplýstir um það, því hv. þingmaður spurði hér spurningar, var tímasetning þessarar umræðu ákveðin í samráði við forystumenn Miðflokksins. Og ég hafði sjálfur beina aðkomu að því, svo það liggi alveg fyrir.

Við þurfum öll að forgangsraða í okkar störfum. Ég hef fullan skilning á því þegar þarf að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi. Þar sem þetta er stórt mál forgangsraða t.d. ég með þeim hætti að ég er ekki að sinna ákveðnum skyldum sem ég ætti að sinna því að ég tel að málið sé það mikilvægt.

Það er ekkert leyndarmál að það kom mér mjög á óvart, í ljósi yfirlýsingar formanns Miðflokksins, að hann skyldi forgangsraða með þessum hætti. (Forseti hringir.) Svo það liggi alveg fyrir. Það kom mér mjög, mjög á óvart.