149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:53]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti og hv. þingmaður. Ég þakka þessar spurningar. Nei, ég hef ekki talað við hann, ég vildi að ég hefði talað við hann. En ég las greinargerðina og þar sé ég það svart á hvítu sem ég er að segja hér.

Varðandi það að þingmaðurinn hafi áhyggjur af upptöku eða að við samþykkjum ekki þær tvær gerðir sem ég lagði til áðan, þá er það svo að sérstaða Íslands er nokkur. Til að mynda þegar þessi samningur var gerður var ekki eitt orð þar um orku, að því er ég best veit. Það kom inn síðar. Það verður ákveðin framþróun og við þurfum að hugsa um hvað skiptir máli fyrir íslenska þjóð. (BjG: Og við erum ekki að gera það? Bara þið?) — Ég er að lýsa skoðun minni. Ég hef áhyggjur af því og vil horfa á þetta þannig að hér (Forseti hringir.) séu stofnanir sem verða samþykktar og eru þá bara tilbúnar á forsendum Evrópusambandsins þegar og ef sæstrengur verði lagður. Ég hef (Forseti hringir.) áhyggjur af þessum tveimur gerðum og tel að við getum vísað málinu í sameiginlegu EES-nefndina. Það (Forseti hringir.) ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir Ísland og er bara skynsamlegt fyrir okkur.