149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:56]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti og hv. þingmaður. Ég þakka spurninguna. Það sem ég var að fjalla um er á bls. 4 í álitsgerð fyrrnefndra lögmanna, Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst. Ég ætla, með leyfi forseta, að lesa það upp. Þetta er efst á blaðsíðunni, fyrir ofan fyrstu greinaskil:

„Hvað EFTA-ríkin snertir er gert ráð fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fari með þær valdheimildir sem ACER eru veittar í reglugerð nr. 713/2009, m.a. lagalega bindandi ákvarðanir er varða grunnvirki yfir landamæri. Eftir sem áður er gert ráð fyrir því að ACER hafi mikil áhrif á efni slíkra ákvarðana ESA og skulu ákvarðanir ESA m.a. teknar á „grundvelli draga“ sem ACER semur fyrir ESA.“