149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:48]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er akkúrat málið vegna þess að þeir sem stjórna fyrirtækjum hugsa til framtíðar. Þeir líta á heildarmyndina og langtímaáhrifin, svigrúmið sem þeir sjá fyrir sér, kannski til fimm, sjö, tíu ára. Það væri óskandi að stjórnmálamenn og þingið, ríkisstjórn, gerðu meira af slíku.

En í ljósi þess hvernig umræðan milli okkar hv. þingmanna hefur þróast um akkúrat þetta mál stenst ég ekki mátið að grípa aðeins aftur niður í grein sem var skrifuð um innleiðingu annarrar orkutilskipunar Evrópusambandsins árið 2002 og vitna í Árna Steinar Jóhannsson sem var á þeim tíma fulltrúi VG í iðnaðarnefnd Alþingis.

Hann sagði á þeim tíma að staða raforkumála í Evrópu væri allt önnur en hér á landi.

„Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, lítum svo á að raforkukerfið hér (Forseti hringir.) á landi eigi að vera á félagslegum grunni.“

En svo útskýrir hann hvers vegna. (Forseti hringir.) — Ég hef víst ekki tíma til þess að botna þetta, herra forseti.