149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður.

710. mál
[19:43]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Hér er rætt um að eðlilegt sé að hluti teknanna fari til sveitarfélaga. Það er einmitt það sem þessi grein gerir ráð fyrir í frumvarpinu. Síðan getur fólk haft skoðun á því hvernig best sé að koma því fyrir. Ég vil hins vegar segja, forseti, að það að ákveða núna eða marka í raun hluta þessara tekna þannig að það renni til sveitarfélaga — ég ætla að segja að það sé nánast ógerlegt eins og staðan er í dag. Það þarf að fara í mun meiri skoðun á því hvernig hægt væri að gera þetta samkvæmt lögum um markaðar tekjur o.s.frv.

Hér er verið að finna leið til þess, þrátt fyrir lagaumhverfið, að koma hluta teknanna til sveitarfélaganna. Ég hvet okkur öll til að vera saman á þeirri leið, að allar þær leiðir sem við leggjum til standist. Síðan, eins og kemur fram síðar, leggjum við í meiri hlutanum til endurskoðun á öllu heila klabbinu.