149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

skilgreining auðlinda.

55. mál
[00:39]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Ég sé að ég er nokkuð einmana þarna. Nei, það hefur fjölgað. [Hlátur í þingsal.] Þó að þessi þingsályktunartillaga hafi heldur skánað frá því að hún kom fram fyrst vil ég upplýsa þingheim um það að eiginlega fer fátt meira í taugarnar á mér en þingsályktunartillögur sem skylda ráðherra til að leggja fram frumvarp á næsta þingi og tiltaka sérstaklega hverjir eigi að semja það. Meira að segja á að segja hverjar auðlindir Íslands séu. Verði þeim ráðherra að góðu.

Ég segi nei.