150. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2019.

skráningarskylda félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri.

190. mál
[17:37]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þegar kemur að því að meta hvort hefur forgang, að tryggja að réttindi borgaranna séu alltaf höfð í fyrirrúmi og að þau séu ekki skert að nauðsynjalausu eða í andstöðu við meðalhófsregluna eða að veita einhvers konar flýtimeðferð fyrir stjórnvöld sem höfðu a.m.k. tvær vikur til að láta þingið vita af þessum fyrirætlunum sínum, er mjög skýrt hvar okkar vilji stendur. Hann er hjá réttindum borgaranna.

Við munum því greiða atkvæði gegn frumvarpinu en þó styðja breytingartillögur sem vissulega eru til bóta.