150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

lax- og silungsveiði.

251. mál
[12:39]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Nei, vonandi ekki. Eins og ég segi getum við að sjálfsögðu fengið fagþekkinguna inn án þess að taka burtu reynslu af dómarastörfum. Þá verðum við að fá að vita hvers vegna það var sett inn í upphafi að Hæstiréttur ætti að skipa tvo af þremur og að dómarareynsla skyldi vera til staðar hjá þeim tveimur. Það eru einhverjar ástæður fyrir því og ráðherra hefur ekki getað svarað fyrir það. Ég hef ekki fengið málefnalega ástæðu fyrir þessu fyrr en hann svarar því og þá hringja viðvörunarbjöllurnar áfram. Ég veit nákvæmlega hvernig hlutirnir gerast á bak við tjöldin.