150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[16:50]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Þær fjárhæðir sem hér er um að tefla eru náttúrlega mjög umtalsverðar. Hv. þingmaður vísaði í tiltekna heimild, sem væri kannski gott að hann myndi gera örlítið nánar grein fyrir, og sérstaklega af því að hann segir að árið 1992, ég man reyndar ekki hvaða ár það var, hafi þær kirkjujarðir sem um ræðir verið metnar á þeirra tíma verðlagi, væntanlega, á 1 milljarð. Hv. þm. Bergþór Ólason rifjaði það upp að Garðabær og Skaginn, þ.e. Akranes, standa á kirkjujörðum og mætti bæta Borgarnesi við þess vegna. Ef hv. þingmaður myndi bara líta á fasteignagjöldin sem eru greidd í þessum sveitarfélögum, hversu áreiðanlegt og raunhæft telur hann þetta mat upp á 1 milljarð? Sem allir menn sjá að (Forseti hringir.) er náttúrlega bara fjarstæðukennt. Ég minni á að Þingvellir eru þarna inni og hvers virði eru Þingvellir?