150. löggjafarþing — 45. fundur,  13. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[13:58]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Með samkomulagi ríkis og kirkju frá 1907 fékk ríkið umsjón með jarðeignum kirkjunnar sem þá átti 25% alls lands. Árið 1997 fékk ríkið síðan jarðirnar til eignar. Þjóðkirkjan afhenti ríkinu jarðeignir sínar gegn endurgjaldi í formi launa til tiltekins fjölda presta og starfsmanna. Þetta samkomulag stendur óhaggað. Þessi aukafjárveiting er liður í því að uppfylla þetta samkomulag.

Herra forseti. Þjóðkirkjan er mikilvægur vitnisburður um það að við sem þjóð stöndum á sögulegum og menningarlegum grunni kristinnar trúar og gilda.

Ég segi já.