150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[19:51]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við tökum hér þátt í leik sem heitir haltu mér, slepptu mér og minni hlutinn stendur fyrir. Þetta mál kom kannski nokkuð seint fyrir velferðarnefnd, í nóvember, en það fór samt í þriggja vikna umsagnarferli. Nefndin fjallaði um það, kallaði til marga gesti, tók fyrir þær umsagnir sem bárust og það er leitt að verða vitni að því að hér geti minni hlutinn ekki stutt þær kjarabreytingar sem verkalýðshreyfingin kallaði eftir í sínum lífskjarasamningum en við erum bara að kvitta undir þær.