150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum um skatta.

432. mál
[20:23]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Hér er um gagnlegt og framsækið þingmál að ræða. Það tekur á orkuskiptum í samgöngum svo um munar með lengdum ívilnunum vegna tengiltvinnbíla, rafbíla, vetnisbíla, rafbifhjóla, rafreiðhjóla og skyldra tækja, bílaleigubíla, hópferðabíla, jafnvel hleðslutækja. Þetta er allt til verulegs gagns í loftslagsmálum. Það er auðvitað verið að létta á losun útblásturs gróðurhúsalofttegunda og er enn einn vitnisburðurinn um að margendurtekin orð um aðgerðaleysi ríkisstjórnar og Alþingis í loftslagsmálum eru meira en röng. Við getum vissulega gert betur en það er þá okkar allra að sjá til þess þverpólitískt.

Ég greiði atkvæði með þessu frumvarpi.