150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[20:38]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum nú að greiða atkvæði um mál sem er sérkennilega vaxið. Það er til fullnustu svokölluðum viðbótarsamningi íslenska ríkisins á grundvelli kirkjujarðasamkomulagsins við þjóðkirkjuna. Alþingi hefur enga aðkomu að þeirri samningagerð þrátt fyrir að þar sé um að ræða fjárhagslegar skuldbindingar til 15 ára. Sagt er að engar efnislegar breytingar felist í frumvarpinu. Að mati þess sem hér stendur er það ekki rétt, í því felast efnislegar breytingar sem munu að öllum líkindum leiða til þess að útgjöld ríkisins verða meiri en ella.

Í ljósi þess að Alþingi hefur enga aðkomu að málinu aðra en að fullnusta (Forseti hringir.) samninginn á þingflokkur Viðreisnar engra annarra kosta völ en að styðja ekki þetta frumvarp.