150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[20:43]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þegar eitt af ástsælustu sálmaskáldum landsins var að reyna að útskýra heilaga þrenningu í sálmi og gekk það heldur brösuglega fórnaði hann loks höndum og endaði ljóðið á þessum línum:

Þessu botnar enginn í,

en oss er best að trúa því.

Mér finnst að þessar línur geti dálítið átt við um fjárhagsleg tengsl þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins: Þessu botnar enginn í, en oss er best að trúa því. Í ljósi þessarar miklu óvissu en líka í ljósi þess að hér er um að ræða ákveðnar skuldbindingar gagnvart starfsmönnum kirkjunnar sem ég tel að við þurfum að virða mun ég fyrir mitt leyti sitja hjá í þessu máli.