150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

þinglýsingalög og skráning og mat fasteigna.

371. mál
[14:28]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Mig langaði bara að nýta tækifærið og þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir sköruglega framgöngu og góða vinnu í þessu máli. Þetta tæknilega mál gerir það að verkum að unnt verður að hefja að aflýsa skjölum með rafrænni færslu og það gæti þurft nokkur svona tæknilegri mál til að breyta orðalagi sem t.d. bindur okkur enn við pappír í lögum dagsins í dag. Með innleiðingu rafrænna þinglýsinga erum við auðvitað að stíga mikilvægt skref í átt að aukinni skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu og ég mun vinna hörðum höndum að þessum málum sem og öðrum stafrænum áherslum sem þessi ríkisstjórn leggur mikla áherslu á.