150. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2020.

Kristnisjóður o.fl.

50. mál
[17:56]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Hann spyr hvort það hefði ekki verið eðlilegt að þessu hefði verið lokið, þ.e. að gefa lóðir undir kirkjubyggingar með tilkomu kirkjujarðasamkomulagsins frá 1997. Það má í raun segja að þingmaður hafa svolítið til síns máls, ég skal alveg taka undir það. Nú er staðan sú að það eru afar fáar nýbyggingar, kirkjubyggingar, í dag þar sem er verið að veita endurgjaldslaust lóðir. Fyrst og fremst hefur þetta mál snúist um önnur trú- og lífsskoðunarfélög, eins og við þekkjum, og umræðuna sem hefur fylgt því. Sum sveitarfélög, eins og ég nefndi áðan, hafa túlkað ákvæðið þannig að þeim beri að veita öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum ókeypis lóðir. Þar held ég að gæti fyrst og fremst mikils misskilnings, menn hafa verið að túlka þetta (Forseti hringir.) og sveitarfélögin verið að túlka þetta allt of vítt að mínum dómi.

Hvað varðar sérstaklega það sem hv. þingmaður spurði um, þá get ég tekið undir að hann hefur svona ákveðið til síns máls, þetta hefði kannski átt að falla niður árið 1997. En ég tel það ekkert aðalatriði í þessari umræðu.