150. löggjafarþing — 52. fundur,  23. jan. 2020.

innviðauppbygging og markaðssetning hafnarinnar í Þorlákshöfn.

61. mál
[14:08]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Sem meðflutningsmaður langar mig að fá hv. flutningsmann, Ásmund Friðriksson, til að upplýsa okkur aðeins betur um hugsanlega farþegaflutninga. Nú sér Smyril Line um ferjusiglingar til Seyðisfjarðar og hefur sinn kúnnahóp víða um Evrópu. Verði af því að það verði farþegaflutningar og jafnvel bílaferja til Þorlákshafnar, eru menn þá hugsanlega eingöngu að hugsa um Bretland eða hvernig rímar saman að vera með þessar tvær ferjur, hugsanlega frá sama fyrirtæki? Hafa menn eitthvað rætt þetta og þekkir hv. þingmaður það?