150. löggjafarþing — 76. fundur,  17. mars 2020.

staða námsmanna.

[14:23]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt sem fram kemur í máli hv. þingmanns að það er mjög mikilvægt að við náum utan um þennan hóp og námsmenn sem eru að upplifa algjörlega fordæmalausa tíma. Þrátt fyrir að við séum að upplifa fordæmalausa tíma þurfum við að sýna fyrirhyggju. Nú þegar hefur þessi stóri samráðshópur fundað tvisvar ef ekki þrisvar til að ná utan um það hvernig við gerum þetta. Ég fundaði með öllum skólameisturum og rektorum landsins í morgun til að huga að þeim sem eru í brotthvarfshættu. Ég vil fá lista yfir þá alla þannig að við náum utan um þann hóp þegar skólarnir opna svo aftur. Þetta má ekki verða til þess að samfélagslegt áfall verði meira en ella. Við höfum alla burði til að ná utan um vandann. Við erum sem betur fer í góðri stöðu þegar við förum inn í þetta og við munum nýta hana (Forseti hringir.) til hins ýtrasta.