150. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2020.

stimpilgjald.

313. mál
[16:24]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég segi nei við þessu frumvarpi og það er eingöngu vegna þess að þarna er verið að taka einn hóp út úr sem þarf ekki að borga þetta ósanngjarna gjald. Ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð í dag þarf að borga þetta gjald og þetta lendir á heimilum. Meðan svo er mun ég ekki styðja málið vegna þess að við eigum að byrja á heimilunum og helst taka þetta ósanngjarna gjald hreinlega í burtu og endurhugsa hlutina.

Eins og málið er sett upp er það algjörlega fáránlegt og þess vegna segi ég nei.