150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[19:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ef ég skildi hann rétt þá veltir hann því fyrir sér hvort ekki sé hægt að hækka aldursmörk tekjutengingar og hafa þau fram yfir 35 ára aldur, eins og upphaflega var lagt fram í frumvarpinu. Í gögnum málsins kemur fram, og megingrundvöllur þessa nýja kerfis grundvallast á því, að lánahlutinn á að vera alveg sjálfbær og svo kemur ríkið með fjármuni sína inn í styrkjakerfið. Svo dæmið gangi upp og svo lántakendur þurfi ekki að greiða allt of mikinn kostnað er varla hægt að teygja tekjutenginguna lengra en upp í 35 ára aldur svo þetta gangi allt saman upp. En eins og fram kemur í nefndaráliti okkar í meiri hlutanum ákváðum við, m.a. vegna hinna sérkennilegu aðstæðna í dag vegna Covid, að hækka aldursmörkin upp í 40 ár, (Forseti hringir.) það er tímabundið bráðabirgðaákvæði sem verður tekið upp við endurskoðun laganna.