150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[13:00]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í sambandi við námslán þá er ömurlegt til þess að vita að enn er hægt, og við ætlum ekki einu sinni að sjá til þess að svo verði ekki áfram, að elta mömmur, pabba, afa, ömmur, langafa og langömmur uppi og láta þau borga námslán. Það er þó alla vega gott í þessu að það er tekið út að fólk lendi á vanskilaskrá. Það er nefnilega ömurlegt til þess að vita að það eitt og sér að margt ungt fólk hefur lent í því að taka ólögleg smálán geti valdið því að fólk fái ekki námslán eða að ábyrgðaryfirlýsingu þurfi frá fjármálafyrirtækjum vegna þess að þau eru nátengd þessum vanskilaskrám. Við verðum að tryggja að allir eigi rétt á námi sem vilja.