150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[15:59]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U):

Virðulegur forseti. Það má ekki vera undir því komið hvort forsætisráðherra hvers tíma hafi áhuga á því að byggja upp traust á stjórnsýslunni eða ekki. Þess vegna leggur minni hlutinn til að færa eftirlit úr forsætisráðuneytinu í sjálfstæða og óháða nefnd um eftirlit með hagsmunaárekstrum. Sú breyting myndi auka líkurnar á því að þetta kerfi virki og myndi líka sýna almenningi að kerfinu væri ætlað að virka. Sú ásýnd skiptir ekki minna máli þegar verið er að byggja upp traust almennings á kerfinu. Þetta er einföld breyting og að mér finnst sjálfsögð, en af töflunni að dæma þykir það ekki öllum.