150. löggjafarþing — 114. fundur,  8. júní 2020.

atkvæðagreiðsla með yfirlýsingu, svör við fyrirspurnum.

[15:20]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Ég velti fyrir mér í hvaða stöðu við erum hér og ég velti fyrir mér eftirlitshlutverki okkar þingmanna þegar við fáum ítrekað og margítrekað ekki svör við fyrirspurnum sem við leggjum fram. Ef þau koma seint og um síðir er þeim er ekki svarað. Jafnvel fyrirspurnir sem eru lagðar fram fyrir rúmum þremur mánuðum síðan, eins og hv. þm. Ólafur Ísleifsson nefndi, hann fær svar við fyrirspurn sem hann lagði fram fyrir meira en þremur mánuðum. Og það er staðlað svar þar sem ráðherra kýs að svara ekki spurningum sem hún hefur áður svarað í fyrri fyrirspurnum.

Ég velti fyrir mér hlutverki okkar og hlutverki þingsins í eftirliti með framkvæmdarvaldinu. Í hvaða stöðu er við? Er þingið orðið máttlaust? Hvar er bit þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu þegar við horfum á þetta margítrekað?