150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

afbrigði.

[10:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Svo háttar til með 15. og 16. dagskrármálið að þingmálum var útbýtt eftir 1. apríl og ekki er liðinn sá frestur sem 3. mgr. 37. gr. þingskapa áskilur, þ.e. svokölluð fimm daga regla. Þarf því að greiða atkvæði um hvort taka megi málin á dagskrá. Fer nú fram atkvæðagreiðsla um afbrigðin — eða bara alls ekki. Nú hefur algerlega láðst að ræsa atkvæðagreiðslukerfið. (Gripið fram í: Handauppréttingar?) Forseti leggur til að við notum handauppréttingu svona einu sinni til gamans. Þeir sem greiða afbrigðunum atkvæði gjöri svo vel og gefi merki.

Afbrigðin eru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, það er yfirgnæfandi meirihlutastuðningur við það.