150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

lyfjalög.

390. mál
[10:43]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um lyfjalög. Þetta eru ákveðin tímamót, margoft hefur verið reynt að koma sambærilegum málum í gegn og löngu tímabært að klára þetta mál. Hér er um að ræða heildarlöggjöf um afar mikilvægan málaflokk. Málið er ágætlega unnið og það er fagnaðarefni að við skulum vera að klára það í dag. Í breytingartillögunni er opnað á lausasölu á lyfjum í dreifbýli þar sem ekki er lyfsala. Það held ég að sé afar mikilvægt til að tryggja ákveðið jafnræði víða um land, en engu að síður er mjög mikilvægt að hv. þingmenn átti sig á því að lyf eru ekki almenn neysluvara og mikilvægt að búið sé vel um þann mikilvæga þátt.