150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

446. mál
[11:02]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mig langar að taka undir það sem fram hefur komið í umræðunni og kannski fá að viðhafa þau varnaðarorð að mér finnst vaxandi tilhneiging til þess hjá meiri hlutanum að geta ekki séð að persónuverndarsjónarmið séu sjálfstæð röksemd í málinu. Þetta er ekki eitthvað sem er skoðað eða kannað eftir á, þetta hefur sjálfstætt vægi um það hvort löggjöf er einfaldlega tæk til að fá að verða til. Það er með miklum ólíkindum að hlusta á það hérna inni að þau sjónarmið séu að engu höfð.