150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

446. mál
[11:03]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er sérkennilegt að heyra þessa umræðu. Við settum lög um persónuvernd árið 2018 og frá þeim tíma höfum við verið að laga málasvið ýmissa ráðuneyta að þeirri löggjöf og hér er verið að laga og sníða málefnasvið, sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið, að þeirri löggjöf um persónuvernd. Þetta frumvarp stenst auðvitað alla skoðun varðandi lög um persónuvernd, annars værum við ekki að flytja það hér. Það kemur mér mjög á óvart að hv. þingmenn telji að þetta lagafrumvarp, sem er verið að laga að málefnasviði heilbrigðisráðuneytisins og lögum um persónuvernd frá 2018, uppfylli ekki lög um persónuvernd. Það er bara fráleitt að fullyrða slíkt. Að sjálfsögðu uppfyllir frumvarpið lög um persónuvernd.