151. löggjafarþing — 12. fundur,  21. okt. 2020.

um fundarstjórn.

[15:37]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti tekur undir það að mikilvægt er að þingið geti rætt þessi mál og að sjálfsögðu mun verða orðið við óskum sem berast um það. Ef forseta berast óskir um sérstakar umræður eða annað slíkt þá mun ekki standa á honum. Það varð að ráði að lengja þá sérstöku umræðu, sem reyndar hæstv. forsætisráðherra hafði frumkvæði að að taka upp, einmitt vegna mikilvægis málsins og var hún með þeim lengri af þessu tagi sem hér fara fram. Það má benda á möguleika til að taka á þessum málum í nefndum þingsins o.s.frv. Þannig að forseti telur nú að það séu ýmis úrræði og ýmis tæki tiltæk í þeim efnum og endurtekur bara að það mun ekki standa á forseta að taka til velviljaðrar afgreiðslu óskir sem berast um slíkt.