151. löggjafarþing — 14. fundur,  22. okt. 2020.

útfærslur framhaldsskólanna á námi á tímum kórónuveirufaraldursins.

227. mál
[11:09]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Erum við ekki að tala um skýrslubeiðni frá …

(Forseti (SJS): Forseti var búinn að taka fram og lýsa yfir að 4. dagskrármálið er tekið af dagskrá að ósk 1. flutningsmanns. Sú skýrslubeiðni kemur því ekki til atkvæða í dag. En 5. dagskrármálið eru útfærslur framhaldsskólanna á námi á tímum kórónuveirufaraldursins. [Hlátur í þingsal.] Og ef hv. þingmaður vill ræða það þá er það guðvelkomið.)

Hæstv. forseti. Það er áhugavert mál. En ég hafði hugsað mér [Hlátur í þingsal.] að ræða skýrslubeiðnina sem vikið var að hér áðan þannig að ég þakka bara kærlega fyrir orðið og bið ykkur vel að lifa. [Hlátur í þingsal.]