151. löggjafarþing — 33. fundur,  8. des. 2020.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[15:53]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Seinna atriðið sem ég vildi spyrja hæstv. ráðherra út í er varðandi skipulagið og skipulagsvald sveitarfélaga. Það kemur fram að í samráði við sveitarfélög sé gerð sú breyting að stjórnunar- og verndaráætlun gangi ekki yfir núverandi skipulagsáætlanir sveitarfélaga. Er þá raunverulegt skipulagsvald áfram hjá sveitarfélögunum, ef við tökum mið af landsskipulagsstefnu og öðrum kröfum í náttúruverndarlögum til friðlýstra svæða og annað slíkt? Og er þá einhver önnur stjórnsýsla sem sveitarfélögin fara með í dag samkvæmt þjóðlendulögum og öðru sem færist yfir til þjóðgarðsins eða mun hún áfram vera hjá sveitarfélögunum? Fylgir öll stjórnsýslan skipulagsvaldinu? Spurningin er: Er þá raunverulegt skipulagsvald hjá sveitarfélögunum?