151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

um fundarstjórn.

[15:58]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það er sannarlega dýrmætt fyrir okkur þingmenn, þegar eitthvert okkar fer fram úr sér í orðavali, að vera með forseta sem hefur aldrei tekið stórt upp í sig eða verið hvass í málflutningi. En vegna þess að hæstv. forseti gerði athugasemdir við hv. þingkonu Oddnýju G. Harðardóttur vil ég fá að vita nákvæmlega hvað það var sem gekk fram af honum. Var það það sem hún sagði um að verið væri að vísa fólki til sveitar, sem svo sannarlega er verið að gera, miðað við það sem hún sagði í setningunni á undan, eða var það það sem hún sagði um að ríkisstjórnin ætti að hafa skömm fyrir?