151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

um fundarstjórn.

[16:02]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég vil einfaldlega óska eftir því að forseti skoði þessi tilmæli sín um orðaval hv. þingmanna í þessum sal og kanni hvort flokkur viðkomandi þingmanna hafi eitthvað um það að segja hversu ótt og hversu títt þeir fái áminningu frá forseta fyrir orðaval. Ég hef á tilfinningunni að máli skipti hvort viðkomandi þingmaður sé í stjórn eða stjórnarandstöðu. Það væri gott ef forseti gæti fullvissað okkur um að ekki væri mismunur þar á, að þingmönnum sé ekki sagt til eftir því hvorum megin stjórnarborðsins þeir sitja.