151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

um fundarstjórn.

[16:07]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Það er auðvitað erfitt fyrir forseta að leggja mat á orð þingmanna í ræðustól svona skyndilega. En ég vil lýsa þeirri skoðun minni að þegar hv. þm. Oddný Harðardóttir sagði að ríkisstjórnin ætti að hafa skömm fyrir hafi hún notað tiltölulega hógvært og algengt orð og tiltölulega snyrtilegt orðalag þar sem verið var að fordæma afstöðu. Ég vil minna á að hæstv. forseti sem hér situr notaði, í gær að ég held, orðalagið grenjandi minni hluti. Ég tel að það sé nú ívið harðara orðalag en að segja að einhver megi hafa skömm fyrir afstöðu sína.