151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

um fundarstjórn.

[13:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur. Það er náttúrlega ömurlegt að horfa upp á ráðherra trekk í trekk, bæði í þeim málum sem hún talaði um áðan og fleirum, beita smjörklípum, beita jafnvel ráðuneytum fyrir sig til þess að drepa málum á dreif í stað þess að ræða þann hápólitíska vanda sem er uppi og snertir núna á þessari stundu tugi starfsmanna í kvennastéttum og ummæli sem kunna að koma fram hjá opinberum stofnunum sem eru verulega alvarlegar ásakanir og þurfa að vera í dagsljósinu. Ráðherra á frekar að reyna að leysa þennan vanda og koma að ræða við okkur hér í þingsal heldur en að einbeita sér að því að skjóta sendiboðana.